Trúnaðarmál
Tilkynning stofnana / fagaðila til Barnaverndarþjónustu Mið-Norðurlands
sbr. 17. gr. bvl. nr. 80/2002
Tilkynning til barnaverndarnefndar þegar ástæða er til að ætla að barn búi við óviðunandi uppeldisaðstæður, verði fyrir áreitni, ofbeldi eða stofni heilsu sinni og þroska í alvarlega hættu.
Skv. barnaverndarlögum er hverjum þeim sem stöðu sinnar og starfa vegna hefur ástæðu til að ætla að barn búi við óviðunandi uppeldisaðstæður eða verði fyrir ofbeldi eða vanrækslu skylt að tilkynna það til barnaverndarnefndar. Á það m.a við um fagaðila vegna starfa síns annað hvort vinna með börnum reglulega, kenna þeim í skóla eða leikskóla eða hafa afskipti af börnum af og til.
Skv. barnverndarlögum gengur tilkynningarskylda þessi framar ákvæðum laga eða siðareglna um þagnarskyldu viðkomandi starfstétta.
Einstaklingar yngri en 18 ára teljast börn. Lögin eiga einnig við um ófædd börn t.d. ef þeim stafar hætta af vímuefnaneyslu móður eða af ofbeldi sem móðir verður fyrir.
Tilkynnandi skal í öllum tilfellum segja til nafns og að auki gera grein fyrir netfangi og símanúmeri ef þörf er á frekari upplýsingum.
Ef málið þolir ekki bið skal hafa samband símleiðis við 112.